Forsíđa
Fréttir
Spurt og svarađ
Frćđsla
Skýrslur
Spjall
Tenglar
Um ráđgjöfina
Póstur
heilthing.is
 

 
Fréttir

 

LOFT 2002 - niđurstöđur

Helstu niđurstöđur ráđstefnunnar LOFT 2002.

 

  • Lćknar hafa lýst ţví yfir í rannsóknum ađ skortur á sérhćfđum ađilum í ráđgjöf í reykbindindi sé helsti ţröskuldurinn sem stendur í veginum fyrir framgangsríku tóbaksvarnarstarfi í heilsugćslunni. Ţetta gildir á öllum Norđurlöndum.
  • Fáar heilsugćslustöđvar hafa bolmagn til ađ bjóđa stöđugt upp á námskeiđ eđa einstaklingsmeđferđ í reykbindindi.
  • Rannóknir hafa sýnt ađ faglega reknir “reyksímar” skila álíka góđum árangri og persónulegur stuđningur ef lćknar eđa ađrir heilbrigđisstarfsmenn veita lágmarks stuđning og vísa fólki síđan áfram á ţessa ţjónustu.
  • “Reyksímar” eru í hrađri uppbyggingu víđa í Evrópu (í yfir 10 löndum) og í flestum fylkjum USA.
  • Samstarfsnefnd “reyksíma” innan Evrópusambandsins mćlir međ ţví ađ “reyksímar” verđi eđlilegur hluti af heilsugćslunni og starfi eftir sömu lögmálum sem vísindalega sannađa međferđ.
  • Rannsóknir á gildi upplýsingaherferđa um skađsemi tóbaks og viđvörunarmerkinga á sígarettupökkum sýna ađ slíkar upplýsingar hafa mest áhrif ef bent er á leiđir til ađ hćtta ađ reykja. “Reyksímar” ţjóna ţarna mikilvćgu hlutverki.
  • Samstarfsnefnd innan Evrópusambandsins leggur til ađ númer “reyksíma” verđi prentađ á sígarettupakkana. Ţađ er ţegar gert í Hollandi og verđur vćntanlega komiđ í gagniđ á Íslandi, Svíţjóđ, Noregi og fleiri löndum snemma á nćsta ári.
  • Í pallborđsumrćđum á LOFT 2002 voru menn einhuga um ađ festa beri starfsemi RÍR í sessi međ ţví ađ tryggja henni minnst eitt stöđugildi ráđgjafa á fjárlögum.

 

Unniđ af Ásgeiri Helgasyni, sálfrćđingi og faglegum ráđgjafa RÍR.