Krabbameinsfélag Reykjavíkur býður upp á reykleysisnámskeið í húsnæði Ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. febrúar 2015 kl.17:00 - 18:00 og stendur til 30. mars, alls sjö skipti. Hópurinn hittist aftur mánudaginn 1. júní. Nánari upplýsingar um námskeiðið og leiðbeiningar eru á vefsíðunni krabb.is/reykleysi.
Skráning í tölvupósti á reykleysi@krabb.is eða í síma 540 1900. Þátttökugjald er 15.000 kr.
1. fundur: Mánudagurinn 16. febrúar kl. 17:00-18:00. Undirbúningsfundur.
2. fundur: Mánudagurinn 23. febrúar kl. 17:00-18:00. Undirbúningsfundur.
3. fundur: Mánudagurinn 2. mars kl.17.00-18.00.
Allir hættir að reykja.
4. fundur: Fimmtudaginn 5. mars kl. 17:00-18:00.
5. fundur: Mánudagurinn 9. mars kl. 17:00-18:00.
6. fundur: Mánudagurinn 16. mars kl. 17:00-18:00.
7. fundur: Mánudagurinn 30. mars kl. 17:00-18:00.
8. fundur: Mánudagurinn 1. júní kl. 17:00-18:00.
Ábending til þátttakenda
Fyrir flesta er það mikið mál að hætta að reykja og marklaust að gera slíkt með hálfum huga.
Þeir sem innrita sig á námskeiðið verða að hafa eftirfarandi í huga:
Ætlast er til að mætt sé á alla fundi.
Reynslan hefur sýnt að því betur sem menn sækja fundina þeim mun meiri líkur eru á að þeir hætti að reykja.
Ætlast er til að menn kappkosti að fylgja í einu og öllu leiðbeiningum um undirbúning.
Á meðan námskeið stendur og að því loknu geta þátttakendur fengið einkaviðtöl við leiðbeinanda ef þess gerist þörf.
Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur